Ísfrost ehf er með neyðarþjónustu utan hefðbundins opnunartíma fyrirtækisins. Það er alltaf þjónustumaður á bakvakt, um kvöld og helgar.
Margir viðskiptavinir okkar kjósa að láta okkur vakta kæli- og frystibúnað sínn. Ef frávik verða í hitastigi umfram það sem eðlilegt þykir fáum við bilanaboð. Kælibúnaðurinn er tengdur fjargæslukerfi Ísfrost ehf og getum við tengst honum hvaðan sem er og bilanagreint og metið stöðuna og brugðist við áður en tjón hefur orðið á matvælum.