Kælideild

Ísfrost ehf hefur allt frá stofnun fyrirtækisins selt, sett upp og þjónustað allar gerðir kæli- og frystibúnaðar um land allt. Markmið okkar er að veita úrvalsþjónustu og ráðleggingar sem viðskiptavinir okkar hafa notið góðs af í hart nær 25 ár. Ísfrost ehf hefur lagt mikla áherslu á þjónustu við viðskiptavini okkar og við leggjum okkur fram við að ráðleggja og þjónusta viðskiptavini okkar. Stöðug þróun er í kælibúnaði og hafa starfsmenn okkar verið að tileinka sér þær nýjungar jafnt og þétt. Ísfrost ehf er til að mynda orðið eitt af leiðandi fyrirtækjum á markaðnum í sölu og þjónustu á Co2 kælikerfum sem hafa verið að ryðja sér til rúms á undanförnum árum.

Image