Image

Um okkur

Þjónustufyrirtæki í kæli- og frystigeiranum

Ísfrost ehf er rótgróið þjónustufyrirtæki í kæli- og frystigeiranum og nær saga þess aftur til 1994. Fyrirtækið hefur vaxið og dafnað í áranna rás og er áberandi á markaðnum og þekkt fyrir góða þjónustu.

Okkar þjónusta

Ísfrost ehf er fyrst og fremst þjónustufyrirtæki. Við þjónustum nánast allt sem við kemur kæli og frystikerfum. Kæling hefur verið órjúfanlegur hluti matvælageirans frá ómuna tíð og sífellt verður meiri og ríkari þörf fyrir kælingu víðar í samfélaginu.
Bíladeildin
Ísfrost ehf hefur um áraraðir rekið deild innan fyrirtækisins sem sérhæfir sig í sölu, uppsetningu og þjónustu á kæli- og frystibúnaði fyrir vöruflutningabíla af öllum stærðum og gerðum. Ísfrost ehf er umboðsaðili Thermo King á Íslandi.

Ísfrost ehf selur og þjónustar kælibúnað í allar gerðir bifreiða, allt frá smáum sendiferðabílum upp í stærstu gerðir vöruflutningabifreiða. Allur kælibúnaður þarf traust og reglulegt viðhald svo hægt sé að treysta á hann og eru kælikerfi flutningabíla engin undantekning. Við sjáum um smurþjónustu og almennar viðgerðir á kælibúnaði ásamt fyrirbyggjandi viðhaldi og þjónustu.

Hvernig búnað vantar þig?

Vörurnar okkar

Hvort sem þig vantar loftkælingu í tölvurýmið, frystiklefa á veitingahúsið eða varmadælu í sumarbústaðinn, þá erum við með lausnina.
Áratuga reynsla og viðurkenndur búnaður tryggja þér bestu mögulegu útkomu, sama hvert verkefnið er.

Kæli og frystiklefar

VIð erum umboðs og söluaðilar fyrir kæli- og frystiklefa frá Polistamp á Ítalíu og Taver á Spáni. Klefarnir eru í stöðluðum stærðum en einnig er hægt að fá þá sérsmíðaða eftir þínu máli.

Loftkæling og varmadælur

Loftkæling og varmadælur er svo að segja sami hluturinn nema með gagnstæða virkni.

Ísfrost ehf er söluaðili fyrir Refra varmadælur á Íslandi

Kælikerfi í ökutæki

Nýtt EV kerfi sem ganga fyrir rafmagni. Kerfi á trailera. Flotastýring ásamt hitastýringu.
Rafmagns kælibox, kælikerfi fyrirkassabíla, vagna, minni sendibíla og rafdrifin kælikerfi.

Rafstöðvar fyrir gámagrindur

SG-3000 rafstöðvar er afrakstur margra ára reynslu
í hönnun og viðhaldi eininga fyrir mismunandi loftslag og rekstrarskilyrði. Háþróuð tækni og mjög áreiðanlega hönnun.

Hraðopnandi hurðar

Hraðopnandi hurðar fyrir til dæmis frystiklefa, kæliklefa og margt fleira. 

Ísfrost ehf er umboðs og söluaðili fyrir Bmpdoor á Íslandi.

Vottun fyrirtækis skv. reglugerð 1066/2019 um flúoraðar gróðurhúsalofttegundir sem innleiðir reglugerð (ESB) nr. 517/2014

Númer skírteinis: 2021.003
Löggiltur rafverktaki

Löggiltur rafverktaki

Löggiltir af HMS

Vottun fyrirtækis skv. reglugerð 1066/2019 um flúoraðar gróðurhúsalofttegundir sem innleiðir reglugerð (ESB) nr. 517/2014

Númer skírteinis: 2021.003
Löggiltur rafverktaki

Löggiltur rafverktaki

Löggiltir af HMS