Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustan okkar

Ísfrost ehf hefur allt frá stofnun fyrirtækisins selt, sett upp og þjónustað allar gerðir kæli- og frystibúnaðar um land allt.
Markmið okkar er að veita úrvalsþjónustu og ráðleggingar sem viðskiptavinir okkar hafa notið góðs af í hart nær 25 ár.

Bíladeildin

Ísfrost ehf hefur um áraraðir rekið deild innan fyrirtækisins sem sérhæfir sig í sölu, uppsetningu og þjónustu á kæli- og frystibúnaði fyrir vöruflutningabíla af öllum stærðum og gerðum. Ísfrost ehf er umboðsaðili Thermo King á Íslandi.

Ísfrost ehf selur og þjónustar kælibúnað í allar gerðir bifreiða, allt frá smáum sendiferðabílum upp í stærstu gerðir vöruflutningabifreiða. Allur kælibúnaður þarf traust og reglulegt viðhald svo hægt sé að treysta á hann og eru kælikerfi flutningabíla engin undantekning. Við sjáum um smurþjónustu og almennar viðgerðir á kælibúnaði ásamt fyrirbyggjandi viðhaldi og þjónustu.

Kælideildin

Ísfrost ehf hefur allt frá stofnun fyrirtækisins selt, sett upp og þjónustað allar gerðir kæli- og frystibúnaðar um land allt. Markmið okkar er að veita úrvalsþjónustu og ráðleggingar sem viðskiptavinir okkar hafa notið góðs af í hart nær 25 ár. Ísfrost ehf hefur lagt mikla áherslu á þjónustu við viðskiptavini okkar og við leggjum okkur fram við að ráðleggja og þjónusta viðskiptavini okkar. Stöðug þróun er í kælibúnaði og hafa starfsmenn okkar verið að tileinka sér þær nýjungar jafnt og þétt. Ísfrost ehf er til að mynda orðið eitt af leiðandi fyrirtækjum á markaðnum í sölu og þjónustu á Co2 kælikerfum sem hafa verið að ryðja sér til rúms á undanförnum árum.

Neyðarþjónusta

Ísfrost ehf er með neyðarþjónustu utan hefðbundins opnunartíma fyrirtækisins. Það er alltaf þjónustumaður á bakvakt, 24 tíma sólarhringsins alla daga ársins.

Margir viðskiptavinir okkar kjósa að láta okkur vakta kæli- og frystibúnað sínn. Ef frávik verða í hitastigi umfram það sem eðlilegt þykir fáum við bilanaboð. Kælibúnaðurinn er tengdur fjargæslukerfi Ísfrost ehf og getum við tengst honum hvaðan sem er og bilanagreint og metið stöðuna og brugðist við áður en tjón hefur orðið á matvælum.

Vaktmaður er á bakvakt allan sólarhringinn, alla daga ársins.